Ég skrapp til Reykjavíkur í vikunni. Í flugvélinni sat ég við hliðina á Bolvíkingi. Við töluðum um Bolvíkinga og Skálvíkinga. M.a. um konu sem við þekkjum báðir og hefur gríðargott minni.
Hann býr ekki í Bolungavík og hefur ekki gert frá því hann var unglingur. En hann kemur þangað stöku sinnum, bæði vegna starfs síns og eins í einkaerindum. Hann á einhvern svolítinn frændgarð í Víkinni. Ég gæfi of mikið uppi ef ég færi í að telja upp þá sem næst honum standa í Víkinni, en örlítið lengra frá honum er m.a. að finna einn bæjarfulltrúanna.
Hver er Víkarinn?
Heimir Jónatans
SvaraEyðaJá, þetta er fín ágiskun. Takk fyrir að taka þátt Höddi. En þetta er samt ekki rétt.
SvaraEyðaer þetta Ingi Hauhs??
SvaraEyðaNei, ekki Ingi Hauks.
SvaraEyða