mánudagur, nóvember 23

Hver er Víkarinn?

Síðasta getraun var greinilega allt of létt. Þessi verður erfiðari. Gerið mér þann greiða að giska. Ekki bara svara þegar þið teljið ykkur hafa rétt svar. Líka þegar þið hafið eitthvert hugboð eða grun um hvern ég hitti. Ég get ef til vill nýtt mér gisk til vísbendingasmíða.

Við hittumst óvænt á ótilgreindum stað í sveit. Þeirri sveit er hann betur kunnugur en ég vegna þess að hann hefur búið þar eða í næsta nágrenni við hana. Ég held að staðurinn þar sem við hittumst sé vettvangur þess atburðar sem segja vera toppinn á brjálæðislegri sýndarmennsku og peningasóun útrásarvíkinganna svokölluðu. Ég er þó ekki alveg viss um það, enda var ég ekki þar þegar sá atburður mun hafa átt sér stað. Sá atburður tengist reyndar fagi þessa Víkara.

Fleiri staðir í sveit tengja okkur en þessi tiltekni staður þar sem við hittumst nú. En við áttum í erfiðleikum með að finna sameiginlega frændur eða frænkur.

Hann les þetta blogg.

Hver er Víkarinn?

4 ummæli:

  1. Ég held að ég viti þennan og ætla því ekki að svara af því ég frétti það að þið hefðuð hist í þessari ágætu sveit :)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:55 f.h.

    er þetta þyrluflugmaðurinn knái Jens, er ekki með föðurnafnið.
    kv
    Hannibal

    SvaraEyða
  3. Ég held að bolvíski Hnífsdælingurinn hafi loksins getað svarað rétt.

    Við Jens Þór, fyrrverandi smalar og fjárgrindahreinsitæknar á Miðdal, hittumst á bílastæðinu við sjoppuna Baulu í Borgarfirði.

    Í verðlaun fær Hannibal, sem er einhverskonar dulnefni eins barnabarns Gísla Vald og Möggu Magg, tveggja mánaða áskrift að íslenska ættfræðivefnum.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus10:18 f.h.

    Takk fyrir það. Held þetta sé í þriðja skiptið sem ég næ þessu. Er mjög ánægður með þann árangur. :o)

    kv
    Hannibal

    SvaraEyða