Þessi Víkari á systur sem ég spurði um fyrir nokkru síðan. Hún býr á Akureyri. Af systkinum á hann þessa systur og einn bróður. Hann býr ekki á Akureyri og ekki í Bolungavík. En hann hefur búið á báðum þessum stöðum. Ég hafði ekki hitt hann frá því hann var 15 eða 16 ára gamall. Ég veit ekki við hvað hann vinnur núna. Hann sagði mér um daginn að þegar Stefán Arnalds hefði verið í skóla á Akureyri hefðu þeir eytt mörgum stundum saman.
Hver er Víkarinn?
Hvað með tvíburamanninn knáa...Guffa?!
SvaraEyðaÞarna hittirðu naglanna á höfuðið Magnús. Guffi býr á Svalbarðseyri og Telma konan hans er myndlistarmaður. Þau voru hér á sýningu Grétu.
SvaraEyða