sunnudagur, október 25

Hver er Víkarinn?

Nú verður spurt um tvo Víkara í einu.

Tvær bolvískar konur urðu á vegi mínum. Önnur er hávaxin, hin lægri. Önnur er ljóshærð, hin dökkhærðari. Önnur er frænka mín, hin tengist mér lítið, en þó svolítið og með allt öðrum hætti en með skyldleika við mig. Önnur þeirra er yngri en ég, hin eldri en ég. Þær hafa líka báðar átt heimili sitt tiltölulega nálægt húsi foreldra minna sem stendur við Holtasíg.

Hverjar eru þær?

3 ummæli:

  1. Nafnlaus11:30 e.h.

    Ég man eftir einni hávaxinni og ljóshærðri (pabbi þinn segir nú að ekkert sé að marka háralit kvenna!)
    sem á heima hér á torfunni. Er ég heit?
    Stína Halldórs

    SvaraEyða
  2. Ef þú ert innan svona 150 m. radíuss frá húsinu þínu.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus5:05 e.h.

    Ok, bíð smá!
    kh

    SvaraEyða