laugardagur, ágúst 8

Hvar er Víkarinn?

Ég hitti nokkra Víkara á fiskideginum á Dalvík. Byrja á þessum:

Þegar Gréta mín kom fyrst til Bolungavíkur var hún viss um að þessi maður væri föðurbróðir minn. Henni fannst þeir líkir í útliti, hann og pabbi. En við erum nú samt ekkert skyldir. Hann á nokkur börn, bæði stráka og stelpur. Kynni mín af honum eru tengd fótboltaiðkun í Víkinni. Hann á fimm systkini, þrjár systur og tvo bræður. Hann er yngstur. Þrjú úr þessu systkinahópi búa í Bolungavík í dag.

Hver er Víkarinn?

4 ummæli:

  1. Nafnlaus9:08 e.h.

    Halldóra er alveg ómöguleg, búin að hringja og reyna að pumpa mig, datt auðvitað ekki til hugar að segja henni neitt.
    mamma

    SvaraEyða
  2. Ég er búin að hugsa mjög mikið um hver þetta geti verið, en mér dettur ekkert í hug. Ef að mér dettur einhver í hug þá passar lýsingin þín ekki alveg við.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:52 e.h.

    Svona eiga góðar gátur að vera
    mamma ykkar

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus12:34 f.h.

    Gréta hefur sagt mér frá þessu en ég man því miður ekki hver maðurinn er. Þarf að hugsa áfram.
    Kv.Anna Svandís

    SvaraEyða