Fyrir nokkru fór ég, einu sinni sem oftar, á Græna hattinn, tónleikastaðinn frábæra á Akureyri. Nema hvað, í þessari tilteknu tónleikaferð fór ég til að sjá og heyra hljómsveitina B.Sig. Þar er innanborðs Börkur Hrafn, Skagamaður sem ég kannast aðeins við frá fyrri tíð, auk annarra skrambi flinkra hljóðfæraleikara. Þ.m.t. B. Sig sjálfur, sem leikur listavel á munnhörpu. Ég var ekki einn, því þarna var annar Bolvíkingur.
Hann er fyrrverandi nemandi minn í Grunnskóla Bolungavíkur, en þó ekki úr umsjónarbekknum mínum. Hann er íþróttamaður. Hefur staðið í fremstu röð á landsvísu í sinni grein. Hann er útlærður í iðn og hefur unnið í faginu á Vestfjörðum, þar sem hann lærði. Hann er í miðið í hópi systkina. Hver er Víkarinn?
Ég ætla að giska á Sveinbjörn bróðir Baddýar.
SvaraEyðaKv.Anna Svandís
Loksins hafðirðu það frænka! Rétt svar, rétt svar...! Húrra fyrir þér.
SvaraEyðaSveinbjörn Kristjánsson.
Frábært. Ég er búin að bíða lengi eftir því að svara rétt :)
SvaraEyðaJá takk fyrir síðast. Frábær skemmtun, hljómsveitinn kunni að halda uppi stuðinu.
kv.Anna Svandís
Ég er farin að hafa áhyggjur af því að ég hafi verið sofandi þann tíma sem ég átti heima í Bolungarvík.... fatta þetta aldrei - fyrr en auðvitað eftir á........
SvaraEyðaKveðja Erla Rán