miðvikudagur, júlí 1

Hver er Víkarinn? (Þriðja vísbending)

Jæja, þetta gengur illa. Það koma ekki einu sinni tilgátur!

En áfram með smjörið. Bolvíkingurinn sem ég spyr ykkur um átti langömmu sem hét því fallega nafni Dagbjört Guðrún. Hún dó ári áður en hann fæddist. En sjálfur var hann svo bekkjarbróðir konu sem allir Víkarar þekkja og heitir Guðrún Dagbjört. Þau eiga afmæli í sama mánuðinum. Hún er bara fimm dögum eldri en hann.

Dagbjört Guðrún átti son, sá er föðurafi Víkarans sem hér er spurt um, og nafni hans.

Víkarinn okkar á enga systur en á æskuheimili hans í Bolungavík bjó þó önnur kona en móðir hans.

Hver er Víkarinn?

5 ummæli:

  1. Nafnlaus10:07 e.h.

    Þetta er Beggi bróðir Ómars Dadda.

    Atli

    SvaraEyða
  2. Já, auðvitað er þetta Beggi bróðir Ómars Dadda.
    Varðandi tengsl hans við Jens Þór, þá skilst mér að mágur Jens Þórs sé tilvonandi tengdasonur Begga.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:28 e.h.

    Til hamingju með daginn.
    Kv.Anna Svandís.
    ...vonandi er Atli með svarið. Ég hef ekki hugmynd.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus10:52 f.h.

    Þetta var erfið fæðing!
    mamma

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus9:37 e.h.

    Af nágrenni Möggu ömmu og Sigurgeirs afa hefði ég giskað á Álfdísi og Dadda en ég var ekki nógu kunnug þeirra fjölskyldu til þess að geta giskað á rétt svar.

    kv. úr hitabylgjunni á meginlandinu
    Erla K

    SvaraEyða