Ég var í tónleika- og skemmtiferð með Kór Akureyrarkirkju á helginni. Að loknum tónleikum í kirkju í kaupstað nokkrum (þar sem fólk segir líka „á helginni") hitti ég bolvískar mæðgur sem komu til að hlusta á kórinn syngja. Það er lýsandi fyrir móðurina að í lokalaginu, sem var flutt utan dyra um leið og tónleikagestir yfirgáfu tónleikastaðinn, ruddi hún sér braut í gegnum mergð alt-söngkvenna til að kyssa mig og þakka mér fyrir skemmtunina. Kórfélagar höfðu af þessu mikla skemmtan. Sérstaklega vegna þess að ég mun hafa haldið áfram að syngja á meðan á þessu stóð. Missti víst ekki tón úr. Þetta er sem sagt afskaplega elskuleg kona.
Sú eldri býr í Bolungavík. Dótturina þekki ég lítið. Hún flutti úr Bolungavík fyrir a.m.k. tuttugu árum síðan. Við erum þó alveg málkunnug og höfum margsinnis kastað kveðju hvort á annað á förnum vegi. Ég er yngri en hún.
Ég man eftir að hafa málað hús móðurinnar tvisvar sinnum. Í síðara skiptið voru það bara gluggar og þak sem þurfti að mála. Því þá hafði húsið verið klætt utan með efni sem ekki þarf að mála strax. Í þessu húsi býr nú önnur fjölskylda. Kannski stendur þetta hús nákvæmlega í miðjum bænum, þ.e.a.s. að frá því er álíka langt til allra jaðra byggðarinnar, hvort sem farið er inn eða út, upp eða niður.
Hverjar eru bolvísku mæðgurnar?
Hún hefur eflaust klappað þér vel, ef þetta er sú sem ég held.
SvaraEyðamamma
Mér dettur í hug Erla Sigurgeirs og Kolla Rögnvalds??
SvaraEyðaKv. Gunna Dóra
Já. Þetta er komið.
SvaraEyðaNæsta vísbending átti að vera um Erlu Kristins sem stendur sig svo oft vel í þessum leik og er duglegust að koma með tilgátur.
En þetta er rétt. Ég hitti þær í Ólafsvík.
Það eru Ósk og Heiða!!
SvaraEyðakv. frá ferðanefnd :)
Hittir þú engann Víkara í Berlín?
SvaraEyðaJú, það var einn í ferðinni. En hann hefur verið viðfangsefni undir þessum lið einhverntíma áður. Það fær enginn að vera´ann tvisvar!
SvaraEyða