mánudagur, maí 25

Hver er Víkarinn?

Ég var í tónleika- og skemmtiferð með Kór Akureyrarkirkju á helginni. Að loknum tónleikum í kirkju í kaupstað nokkrum (þar sem fólk segir líka „á helginni") hitti ég bolvískar mæðgur sem komu til að hlusta á kórinn syngja. Það er lýsandi fyrir móðurina að í lokalaginu, sem var flutt utan dyra um leið og tónleikagestir yfirgáfu tónleikastaðinn, ruddi hún sér braut í gegnum mergð alt-söngkvenna til að kyssa mig og þakka mér fyrir skemmtunina. Kórfélagar höfðu af þessu mikla skemmtan. Sérstaklega vegna þess að ég mun hafa haldið áfram að syngja á meðan á þessu stóð. Missti víst ekki tón úr. Þetta er sem sagt afskaplega elskuleg kona.

Sú eldri býr í Bolungavík. Dótturina þekki ég lítið. Hún flutti úr Bolungavík fyrir a.m.k. tuttugu árum síðan. Við erum þó alveg málkunnug og höfum margsinnis kastað kveðju hvort á annað á förnum vegi. Ég er yngri en hún.

Ég man eftir að hafa málað hús móðurinnar tvisvar sinnum. Í síðara skiptið voru það bara gluggar og þak sem þurfti að mála. Því þá hafði húsið verið klætt utan með efni sem ekki þarf að mála strax. Í þessu húsi býr nú önnur fjölskylda. Kannski stendur þetta hús nákvæmlega í miðjum bænum, þ.e.a.s. að frá því er álíka langt til allra jaðra byggðarinnar, hvort sem farið er inn eða út, upp eða niður.

Hverjar eru bolvísku mæðgurnar?

6 ummæli:

  1. Nafnlaus10:21 f.h.

    Hún hefur eflaust klappað þér vel, ef þetta er sú sem ég held.
    mamma

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus2:25 e.h.

    Mér dettur í hug Erla Sigurgeirs og Kolla Rögnvalds??
    Kv. Gunna Dóra

    SvaraEyða
  3. Já. Þetta er komið.
    Næsta vísbending átti að vera um Erlu Kristins sem stendur sig svo oft vel í þessum leik og er duglegust að koma með tilgátur.

    En þetta er rétt. Ég hitti þær í Ólafsvík.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus5:45 e.h.

    Það eru Ósk og Heiða!!
    kv. frá ferðanefnd :)

    SvaraEyða
  5. Hittir þú engann Víkara í Berlín?

    SvaraEyða
  6. Jú, það var einn í ferðinni. En hann hefur verið viðfangsefni undir þessum lið einhverntíma áður. Það fær enginn að vera´ann tvisvar!

    SvaraEyða