fimmtudagur, apríl 2

Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)

Þessi Víkari, sem leikstýrir óumbeðinn atriðinu mínu á rokkhátíðinni eftir 9 daga, er búsettur í Bolungavík.
Hann hefur starfað í byggingariðnaði.
Hann hefur búið í útlöndum.
Hann tengist, reyndar með mjög óverulegum og langsóttum hætti, þeim Víkara sem ég spurði um síðast. Þau tengsl eru ekki einu sinni ættartengsl.

5 ummæli:

  1. Nafnlaus10:09 f.h.

    ég er hrifinn af þessum leik hjá þér Kalli en hef aldrei getað fattað hver víkarinn. Þar sem enginn hefur giskað ætla ég að giska á Finnboga Kristinsson.
    Kv. Birgir Oleirsson

    SvaraEyða
  2. Nei.
    Hann er nú ekki búsettur í Víkinni.
    Þakka þér samt fyrir að koma með tilgátu. Það mættu fleiri gera!

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus4:47 e.h.

    Við mamma ætlum að giska á Hrólla Vagns þó svo við höfum ekki hugmynd um hvort hann hafi einhvern tímann unnið í byggingariðnaði...

    kv.erla k

    SvaraEyða
  4. Já, takk fyrir þessa ágiskun. Nokkuð góð. En þó ekki rétt. Þetta er ekki Hrólli.

    SvaraEyða
  5. Hrólli hefur örugglega unnið í byggingariðnaði. Því hann hefur lært rafvirkjun, held ég. En þetta er samt ekki hann.

    SvaraEyða