fimmtudagur, mars 26

Úr söngbókinni

Í Óshólum
(2008) Lag & texti: Karl Hallgrímsson

undir risastórum steini
stóð ég einn um bjartan dag
horfði ráðþrota á rústirnar
rifjaði upp lag
um gengdarlausar fiskveiðar og formenn
fagnaðarbrag

sést frá gríðarstóru grjóti
hvar gamall bátur færist nær
læðist inn á lygnum sjó
og lendingu fær
hljótt í hafið röðullinn þá rennur
rjóður og skær

um leið og sólin er sest
syngja fjöllin víkinni óð
og fjaran ómar undir
angistarljóð

uppi á risastórum steini
stend ég einn um bjarta nótt
horfi þögull yfir þorpið
þegar allt er orðið hljótt
það gætti mín og gaf í veganesti
af gæfunni gnótt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli