mánudagur, mars 30

Skúffuskáldið skríður fram

Jæja.

Nú er tímabært að gera opinbert að ég mun koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskana. Ég mun koma fram með tónlist sem ég hef samið sjálfur. Flest laganna eru ný, en ég mun líka flytja lög sem ég gerði ´94 og ´95. Þau hafa samt ekki heyrst áður.

Það er búið að skipa hljómsveit sem aðstoðar mig við flutning laganna. Það var æft í gærkvöldi og gekk alveg hreint ljómandi vel. Kristján Freyr og Geiri úr Reykjavík! verða með mér, ásamt Venna Jobba og Davíð Þór. Svo er ég að vonast eftir að fá annan söngvara í dúett í einu laganna. Sjáum til hvernig það gengur.

Atriðið mitt heitir Karl og mennirnir.
Það er linkur í fyrirsögninni inn á síðu þar sem fjallað er í stuttu máli um atriðin á hátíðinni í ár.

4 ummæli:

  1. Nafnlaus6:30 e.h.

    þetta atriði ætla ég pottþétt að sjá.

    kv
    Hannibal

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus3:40 e.h.

    Frábært nafn á hljómsveit!!
    Ég mæti

    Gummi Gunnars

    SvaraEyða
  3. Já þetta er mjög frumlegt nafn á hljómsveitinni hjá þér :) Ég mæti ef að ég fer vestur, ekki spurning.

    SvaraEyða
  4. Hann þarf að hitta mennina og fara með þeim niðrí bæ...Kalli þarf að vinna í nótt!

    SvaraEyða