miðvikudagur, febrúar 18

Nýmerkingar tvær

Tölvuorðanefnd hefur lagt til að á íslensku verði FACEBOOK fyrirbærið nefnt VINAMÓT
og yfir þá athöfn að leita upplýsinga með leitarvélinni Google á Netinu verði notuð sögnin að GLÖGGVA.
Vinamót og glöggva. Hvernig kunna lesendur við þessar tillögur?

3 ummæli:

  1. Nafnlaus8:47 f.h.

    Heyrði þátt með þessari umræðu í útvarpinu, þar heillaði mig mest orðið glöggva og Trýna (er það með -y- eður ei) Hélt að það væri dregið af trýni?
    mamma

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:30 f.h.

    Mér finnst glöggva fínt, en ég myndi frekar tala um Fésbók heldur en Vinamót. Annars er ég einn af þessum 0,2 % milli 20- 30 sem er ekki á Fésbók, þannig að það skiptir mig ekki öllu máli hvað þetta er kallað...

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus2:13 e.h.

    Í frétt á mbl.is í dag er talað um Snjáldurskjóðuna(Facebook).
    Kv.Anna Svandís

    SvaraEyða