Tölvuorðanefnd hefur lagt til að á íslensku verði FACEBOOK fyrirbærið nefnt VINAMÓT
og yfir þá athöfn að leita upplýsinga með leitarvélinni Google á Netinu verði notuð sögnin að GLÖGGVA.
Vinamót og glöggva. Hvernig kunna lesendur við þessar tillögur?
Heyrði þátt með þessari umræðu í útvarpinu, þar heillaði mig mest orðið glöggva og Trýna (er það með -y- eður ei) Hélt að það væri dregið af trýni?
SvaraEyðamamma
Mér finnst glöggva fínt, en ég myndi frekar tala um Fésbók heldur en Vinamót. Annars er ég einn af þessum 0,2 % milli 20- 30 sem er ekki á Fésbók, þannig að það skiptir mig ekki öllu máli hvað þetta er kallað...
SvaraEyðaÍ frétt á mbl.is í dag er talað um Snjáldurskjóðuna(Facebook).
SvaraEyðaKv.Anna Svandís