Þetta er sem sagt aðkomuskratti sem tók sér eina af stúlkunum okkar fyrir konu. Einn sona þeirra hjóna hefur víst í hyggju að fara í fótspor föðurins með því að næla sér í bolvíska stúlku fyrir konu og þar með bolvíska tengdafjölskyldu.
Í því starfi sem hann gegndi í Bolungavík mun nánasti samstarfsmaður hans örugglega hafa verið Maggý Jónasar. Svo hitti hann líka mig og mömmu á hverjum virkum degi.
Hver er Víkarinn?
Ég veit líka hver hann er og ætla því ekki að taka þátt :)
SvaraEyðaÍ svekkelsi mínu yfir að hafa misst af spurningunni um systur mína, ætla ég að giska á Pétur lækni Pétursson.
SvaraEyðaNei, nei, nei.
SvaraEyðaReyndar hitti ég hann bæði í gær og á laugardagskvöldið. En þetta er ekki hann. Reyndu betur.
Möllerinn ??? kv KJ
SvaraEyðaJá, vitaskuld er þetta Kristján Möller. Mamma var að vinna á bæjarskrifstofunni þegar hann var ráðinn sem íþróttakennari í Bol. Og þar sem ekkert mötuneyti var í Víkinni og skólinn ekki farinn að sörvera mat í hádeginu var hún fengin til þess að hafa íþróttakennarann í hádegismat. Næsti íþróttakennari sem var ráðinn við skólann var svo frændi okkar þannig að þetta varð svona áfram í hádeginu heima hjá okkur í nokkur ár.
SvaraEyðaEinhver strákanna hans KLM er búinn að vera í einhvern tíma með Ingibjörgu, dóttur Sigrúnar og Nonna Addýjar.
Maggý var náttúrulega húsvörður og baðvörður í félagsheimilinu þar sem íþróttakennslan fór fram.
Loksins rétt hjá KJ.
Takk fyrir þátttökuna.