sunnudagur, febrúar 8

Hver er Víkarinn?

Þennan Víkara hitti ég á flugvellinum á Akureyri á dögunum. Við vorum báðir á leið til Reykjavíkur og tókum tal saman og spjölluðum meðan við biðum eftir að verða kallaðir út í flugvélina sem átti að flytja okkur suður. Það er svolítið sérstakt að ég skuli þekkja þennan Víkara því hann bjó mjög stutt í Víkinni og þá var ég ekki nema 4-6 ára. En ég kynntist honum samt þá og við bræðurnir báðir. Ég veit ekki til þess að hann eigi skyldmenni í Bolungavík en synir hans eiga nánast annan hvern Bolvíking fyrir frænda eða frænku og einn sonanna ætlar sér jafnvel að fjölga Bolvíkingum enn frekar í fjölskyldunni.

Hver er Víkarinn?

1 ummæli:

  1. Nafnlaus10:26 e.h.

    Ætla ekki að taka þátt, málið er mér of skylt.
    Stína Halldórs

    SvaraEyða