fimmtudagur, nóvember 6

Leikrit

2. nóvember.
Perla María: „Hvenær er það eiginlega búið þetta tvöþúsundogátta? Ég er orðin hundleið á því. hvenær kemur þetta tvöþúsundogníu?"
Ég: Eftir 60 daga.

3. nóvember.

Perla María: „Hvenær er það eiginlega búið þetta tvöþúsundogátta? Ég er orðin hundleið á því. hvenær kemur þetta tvöþúsundogníu?"
Ég: Eftir 60 daga.
Perla María: „Nei, það var í gær".

3 ummæli:

  1. Nafnlaus10:00 e.h.

    Hér á þessu heimili er einmitt talið niður að jólum og svo í gær þá spurði hún mig hvað væru margir dagar þangað til hún ætti afmæli....Spurning um að byrja að telja núna þegar afmælið er í maí :) Það er samt alveg ótrúlega gaman að þessu.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:31 e.h.

    Eru ekki til 2 myndavélar á heimilinu, er farin að sakna þess að sjá ekki myndir af börnunum, hef ekki séð þau síðan í ágúst.
    amma Stína.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:52 e.h.

    Ertu alltaf í ræktinni? Er enginn tími lengur til að blogga?

    SvaraEyða