sunnudagur, nóvember 16

Hver er Vikarinn?

Ég get sagt um þennan Víkara, sem er kona, að hann er mikið félagsmálafrík. Missir helst ekki af nokkurri skemmtun eða mannfagnaði í Bolungavík.
Hún á fjögur börn sem öll eru eldri en ég.
Hún er ekki skyld mér, en samt kallaði ég hana frænku mína í mínu ungdæmi. En það á sér eðlilegar skýringar.
Við hittumst í Kópavogi í gærkvöldi.

Hver er VÍKARINN?

3 ummæli:

  1. Nafnlaus10:17 e.h.

    Þessi lýsing getur hæglega átt við föðursystur mína Hildi Einarsdóttur, a.k.a Hiddu frænku. Hafir þú kallað hana frænku í uppeldinu þá gæti það hafa verið áhrif frá æskuvini þínum Halla Pé. Auk þess sem móðir þín er náttúrulega arfaslök í ættfræði eins og fram hefur komið hér á síðunni. kv.Kj

    SvaraEyða
  2. Jú, jú. Þannig er þetta allt saman.
    En annars barst mér líka rétta svarið símleiðis áðan frá ónefndum bifvélavirkja og Kópavogsbúa.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus4:26 e.h.

    Er bifvélavirkinn orðinn að Kópavogsbúa?
    Ég kallaði hana líka alltaf Hiddu frænku og geri enn :)

    SvaraEyða