mánudagur, nóvember 24

Gott framtak hjá BB.is

Sniðugt hjá þeim á Bæjarins besta að hafa svona síðu um gerð jarðganganna milli Hnífsdals og Bolungavíkur. Þarna eru ýmsar upplýsingar um göngin og fréttum af þeim safnað saman á einn stað.

Enn ein rósin í hnappagat besta héraðsfréttablaðs landsins.

5 ummæli:

  1. Hæ Kalli,
    þú ert þá væntanlega að tala um Hnífsdalsgöngin?!

    SvaraEyða
  2. Jú, jú. Ef þú vilt.
    Mér er alveg sama hvað þau verða kölluð.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:27 e.h.

    Ég vildi að þau hétu Óshlíðargöng, þjálla en Bolungavíkurgöng (þó skárra ef maður sleppir r-inu ;))
    Stína Halldórs

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus8:52 e.h.

    ég nefni þau alltaf skarfaskersgöng.

    kv
    Hannibal

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus9:03 e.h.

    Það er ekki verra en hvað annað, enda sorpbrennsla okkar Bolvíkinga þar um árabil :)
    Stína

    SvaraEyða