Nú er búið að endurvekja hljómsveit sem lék á þrælskemmtilegum áramótadansleik á Suðureyri fyrir bráðum tveimur árum. Frá þessu var gengið í dag. Meiningin er að halda annan áramótadansleik fyrir vestan um næstu áramót. Það á bara eftir að ganga frá nokkrum lausum endum varðandi það hver heldur dansleikinn og hvar. Bandið er klárt. Mig minnir að það hafi heitið Miðnes síðast. Ég, Rúnar Óli, Venni og Kristján Freyr.
Svo þarf bara að finna eitthvert annað spilerí milli hátíðanna. Það væri gaman að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt.
Vantar ekki barnfóstru?
SvaraEyðaBýð mig fram til starfsins.
mamma
Gott að vita að börnin eiga svona elskulega ömmu sín'
SvaraEyðaHalló, amma!
Annars er ekkert að frétta
utan að ríkir nú létta
í pyngjunum hér
og potast því fer
í portið að ger' "hitt! og þetta!
Gamla portkonan
... en svo nefndust þær konur er höfðu sig nokkuð í frammi við karlmenn í portgörðunum á millum húsa í Kaupinhafn... og tóku nokkurt "greiðagjald" fyrir.
Vonandi getur amman á nr. 10 passað líka ef þú verður með gigg á meðan við verðum í Víkinni.
SvaraEyðaKv.Anna Svandís
VERÐIÐ þið fyrir vestan?
SvaraEyðaBóka spilakvöld strax! Þ.e.a.s. spurningaspilakvöld.
Við fréttum af því að þið færuð vestur þannig að við komum auðvitað líka. Spurningaspilakvöld bókað.
SvaraEyðaASG