fimmtudagur, september 11

Heilbrigðisþjonusta alnetsins

Þetta er algjörlega frábært. Netið er komið í staðinn fyrir lækninn!

Maður bloggar bara um sjúkdómseinkennin og læknaritarinn í Bolungavík reddar lyfseðli hjá lækninum og lyfin bíða manns í næsta apóteki. Svo kemur multimedia-sjúkraþjálfari í Danmörku með tilvísun til sérfræðings. Allt er þetta online og ódýrasta samheitalyfið á 700 og eitthvað krónur. Ég hef reyndar, af fyrri reynslu af vandamálinu, afskaplega litla trú á þessari lyfjameðferð við þessu. En lesendur fá að fylgjast með sjúkrasögunni. Ef lyfjagjöfin klikkar, fer ég að ráðum Kristleifs og hitti sérfræðinginn.

Kveðja til ykkar
frá manni á batavegi.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus12:11 e.h.

    Til hvers að vera að flækja málin þegar hægt er að nota flýtileiðir;)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus4:22 e.h.

    Það er gott að eiga mömmu sem að er "læknir" :) Gangi þér vel.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:27 e.h.

    láttu þér batna drengur minn. Það er agalegt að geta ekki gripið í Spítuna öðru hvoru
    kv
    Hallgrímur Ólafsson

    SvaraEyða