Búslóðin komst norður í tveimur ferðum. Síðari ferðina fór ég í gær og eftir heilmikil ævintýri og bilaða bíla komumst við á leiðarenda. Nú var verið að tæma bílinn. Orri kom og bar með okkur út. Það er heimmikið verk sem bíður okkar við að koma öllu dótinu okkar fyrir með smekklegum hætti. Hér er ekki bílskúr svo það þarf að koma öllu málningardótinu fyrir einhversstaðar þar sem lítið fer fyrir því og sömu sögu er að segja af gítaraútgerðinni allri. Við strákarnir erum heima. Vorum að koma frystikistu og þvottavél í gagnið og tengja síma, tölvu og sjónvarp. Svo innan um pappakassana verði hægt að taka upp fyrri lífsstíl. Myndir væntanlegar
Ykkur á eftir að líða vel nyrðra.
SvaraEyðaGangi ykkur vel í nýjum heimkynnum og við nýja iðju.
Hlakka til að sjá myndir, en hlakka enn meira til að koma í heimsókn til ykkar ;)
SvaraEyðaHafið það gott.
á akureyri er um það bil
SvaraEyðaekki neins að sakna
þar er fallegt þangað til
þorpsbúarnir vakna
frá akureyri ég býst á brott
á björtum vetrar degi köldum
á akureyri er allmargt gott
ekkert þó af mannavöldum
Þessar vísur hef ég lært,mér þykja þær fyndnar en ekki alveg sannar.
Líði þér sem allra best á AK
kv
Halli
Þetta minni mig á vísu sem Pabbi kenndi mér. Flestir sem skoða síðuna hér þekkja lagið og ættu að geta sungið með.
SvaraEyðaÍ Bolungarvíkinni er fátækt um frægðir. þar finnst varla kjaftur með heilbrigða sál. Þeir tryllast í taumlausri tískunnar æði, og tala svo vitlaust og afbakað mál. :o)
kv
Hannibal
Ekki þykir mér nú Bolvíkingurinn/Hnífsdælingurinn fara með fallegan kveðskap !!
SvaraEyða