mánudagur, september 8

Aðal

Haldiði að ég hafi ekki fundið aðalbláber í Fnjóskadalnum!
Þau voru að vísu ósköp smá og bara örfá, en mjög bragðgóð. Ég keypti mér lítinn Brynjuís í boxi og stráði þeim yfir hann. MMMmmmm... Gnægð stærðar krækiberja var í Fnjóskadalnum. Við fórum þarna í smá lautarferð með tvö nestisbox meðferðis ef við sæjum einhver ber. Ég hafði aldrei komið þarna á Austurbakkann. Við eigum myndir af þessu.... bráðum koma þær hingað inn.

4 ummæli:

  1. Nafnlaus6:00 e.h.

    Þú hefðir átt að vera í Vattarfirðinum þegar við vorum búin að skila fóstubörnunum af okkur eða þá í Hestfirði á sl. helgi, hér eru ber og rjómi í öll mál (pabba þínum til mikillar gleði)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus4:16 e.h.

    keypti mér Brynju ís í fyrra. Fannst hann ekki góður. kannski gerði ég mér of miklar væntingar.

    kv
    Hannibal

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus5:47 e.h.

    Sammála síðasta ræðumanni, hafði alltaf heyrt þvílíkar sögur af Brynjuís að það var farin sérstök fer til þess að gæða sér á herlegheitunum og satt að segja stóðst hann ekki væntingar :(

    SvaraEyða