Ég fékk tölvupóst frá frænda mínum, Bjarna Aðalsteinssyni, vegna myndarinnar sem ég birti af hljómsveitinni sem sennilega er fyrsta hljómsveitin í Bolungavík. Pabbi Bjarna er annar fiðluleikaranna í hljómsveitinni. Bjarni skrifar (ég birti þetta að sjálfsögðu með leyfi hans):
Nú datt mér í hug að þú hefðir gaman af að heyra um fiðlu pabba míns. Ég á
dagbókarfærslu frá árinu 1925 þar sem segir 29. september: Nú pantaði ég
fiðlu og hún kostar á að giska hingað komin 30 - 35 krónur en í Danmörku
19.60 kr.
Þetta hefur vafalítið verið pantað eftir pöntunarlista því að í annarri
færslu talar hann líka um myndavél og sjónauka sem hann hafði pantað.
Það voru notaðir príslistar til að verzla þá, alveg eins og fólk verzla á internetinu núna. Afi þinn og Björn voru flottir í frönskum fötum, ég skanna þá mynd til þín við tækifæri.
SvaraEyða