fimmtudagur, júní 19

Æfingin á pallinum og þjóðhátíðardagurinn

Um síðustu helgi var boðað til útiæfingar hjá Bleki & byttum í Þorlákshöfn. Við það tækifæri stillti hljómsveitin sér upp til myndatöku. Þetta var reglulega skemmtileg æfing með grillmat og tilheyrandi í pásunni. Það eru myndir á myndasíðunni frá æfingunni.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þessarar hljómsveitar ætla ég að nefna þessar kempur á myndinni. Í efri röð frá vinstri: Keli, Hilmar Örn, Hermann og Jói. Fyrir framan þá sitja ég og Örlygur.

Það eru líka myndir á myndasíðunni frá lokaviðburði hátíðahaldanna hér í sveitinni. Það var grillveisla á Kaffi Kletti. Halldóra systir og fjölskylda flúðu Hafnarfjörð á þjóðhátíðardaginn og komu hingað til okkar og tóku þátt í fjörinu með okkur. Þau sáu t.a.m. þegar sveitarstjórnin vann okkur kennarana í fótboltaleik og komu með okkur í kvenfélagskaffiboðið í Aratungu.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus12:39 e.h.

    Takk fyrir okkur, þetta var mjög skemmtilegur dagur.

    SvaraEyða