föstudagur, júní 13

Ferðalag Hákonar til Munchen

Það gekk ekki þrautalaust að koma Hákoni til Þýskalands. Nafn hans fannst hvergi á listum flugfélagsins yfi farþega í þessu flugi. Við vorum á vellinum rétt fyrir miðnættið og allar skrifstofur löngu lokaðar. Á síðustu stundu tókst að ná sambandi við neyðarnúmer þýska flugfélagsins og þar var hægt að finna hann og staðfestinguna fyrir því að hann hefði keypt miða. Hákon fékk svo fylgd beint inn í vél rétt áður en hún tók á loft.

Upphaflega stóð til að fljúga beint frá Keflavík til Munchen en því var breytt og það var millilent í Dusseldorf. Okkur hafði verið lofað að þar yrðu engin viðlíka vandamál vegna bókunarinnar. Nú væri þetta allt komið á hreint. En mér skildist á Hákoni í morgun að það hefði nú ekki alveg staðist. Ofan á þetta allt saman virðist hafa orðið seinkun á fluginu frá Dusseldorf til Munchen svo hann var ekki kominn þangað fyrr en einum og hálfum tíma síðar en áætlað var. Það var lítið sofinn og þreyttur ferðalangur sem ég talaði við þegar hann var loksins kominn á leiðarenda í morgun.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus1:41 e.h.

    Ömmu líður betur að vita hann kominn á leiðarenda, vonandi fælir þetta hann ekki frá ferðalögum í framtíðinni.

    SvaraEyða
  2. Ykkur Grétu gegnur þó betur að losna við ungana úr hreiðrinu en mér og spúsu minni. Eitt símtal og málið er leyst ;)

    SvaraEyða