mánudagur, maí 19

Í þessu boxi mínu



Gréta á geisladisk með lögunum úr undankeppni Eurovision sem hún hlustar stundum á í bílnum. Þá syngjum við stöku sinnum með, t.d. í laginu eftir Dr. Gunna, Ís í boxinu mínu. Hringur stoppar okkur alltaf af og leiðréttir textann sem við förum með. Í meðförum hans, og hann syngur þetta oft, er textinn svona:

Viltu vera í þessu boxi mínu?
Kúlan í brauðforminu.
Kaupi mér ís með gulli og hrísgrjón.
Viltu vera ísinn minn?

4 ummæli:

  1. Mér finnst þetta miklu betra svona. Ég skal segja Gunna að hann geti sleppt því að tala við einhverja bloggara út í bæ til að búa til texta. Næst hringir hann í Hring!

    - Kriss

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:00 e.h.

    Hringur er auðvitað söngvari af Guðs náð, en fyrirgefðu fáfræði mína, hvernig er rétti textinn??

    SvaraEyða
  3. Ég er ekki viss. Prófaðu að gúggla!

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus11:56 e.h.

    Viltu vera ís í boxinu mínu?
    Kúlan í brauðforminu?
    Ég kaup' af þér ís
    með kurli og hrís.
    Ó, viltu vera ísinn minn?

    Þar hefur þú það.

    SvaraEyða