
Skemmtilegur þessi skanni.
Þessar myndir eru greinilega teknar eitthvert föstudagskvöldið veturinn 1994-1995. Þær eru teknar í eldhúsinu í risíbúð við Skaftahlíð í Reykjavík. Þar var stundum tekið í gítar eftir fótbolta með kennaranemum. Við Björgvin vinur minn erum í miklum fíling, sennilega að byrja á Starman eftir Bowie þarna á annarri myndinni. Á hinni myndinni er Bjöggi örugglega að leika uppáhaldslagið mömmu hans, það er eftir Ben E. King, en þó ekki Stand By Me. Leiðin hefur svo líklega legið upp í Kennó á bjórkvöld. Það var stuð stöku sinnum á námsárunum, en lítið hefur maður nú étið!

já það er ljóst að núðlusúpan hefur verið efst á fóður listanum á þessum árum, en allaf var þó til aur fyrir tule hehe
SvaraEyðakv
Hallgrímur ólafsson
Ósköp ertu mjósleginn Kalli minn.
SvaraEyða