miðvikudagur, apríl 23
Um bolvíska pólitík
Meiri ógæfan sem meirihluti bæjarstjórnar Bolungavíkur er búinn að koma sér í. Leiðinlegt að svona þurfi að fara. En annars skilst mér á því bæjarstjórnarfólki sem ég þekki að það sé nú afar sjaldan sem komi til alvarlegs ágreinings milli meirihluta og minnihluta. Menn hafa lengi borið gæfu til að leysa málin í sameiningu. En þetta er nú allt saman vænsta fólk og hvernig sem meirihlutinn verður óska ég honum velfarnaðar. Nú eru loksins að skapast tækifæri í Bolungavík til að bæjarfélagið dafni á ný. Það má ekki klúðra þeim með argaþrasi. Ég held að menn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir ákveða að sparka þeim sem situr í bæjarstjórastólnum. Mér hefur fundist hann koma vel fram í fjölmiðlunum og vera öflugur talsmaður Bolvíkinga og Vestfirðinga allra.
Sammála þér Kalli. vona að Grímur verði áfram, mér finnst hann útá við hafa staðið sig vel!
SvaraEyðaÉg er nú ekki þekkt fyrir að vera pólítísk, en ég vona að Grímur verði áfram. Hann hefur komið Bolungarvík á kortið og talað máli Bolvíkinga.
SvaraEyðaAnna Svandís