Annar leikur. Nú er það mynd sem ég sá á Netinu. Ég get ekki gefið upp hvar hún birtist fyrr en eftir að rétta svarið er komið. Spurt er: Hvaða hljómsveit er á myndinni og hvaða ár er hún tekin?
Vá Sigurdór! Þú ert náttúrulega með próf uppá að þekkja djassinn út og inn. Alveg rétt. Bæði árið og Gammar. Myndina fékk ég á Moggabloggi trommarans, Steingríms Óla.
Úff, þetta er agalegt. Ég er betri í að hljómgreina en myndgreina.
SvaraEyðaÞetta er þó pottþétt í eitís og maðurinn lengst til hægri er sannarlega tvífari Alexanders Högnasonar, fyrrum knattspyrnumanns á Skaga.
Heyrðu... Þetta er fyrsta útgáfa Gammana sýnist mér. "Tvífarinn" sem Orri bendir á er Skúli Sverrisson. :-D Sennilega tekin þá 1983
SvaraEyðaVá Sigurdór!
SvaraEyðaÞú ert náttúrulega með próf uppá að þekkja djassinn út og inn. Alveg rétt. Bæði árið og Gammar. Myndina fékk ég á Moggabloggi trommarans, Steingríms Óla.
Auk Steingríms Óla og Skúla Sverris eru þeir Björn Thoroddsen og Hjörtur Howser í þessari fyrstu útgáfu Gammanna.
SvaraEyða