Ég var að spila í Reykjavík í gærkvöldi. Giggið kom í gegnum þessa bloggsíðu. Gamall kunningi minn frá því ég var í Menntaskólanum á Ísafirði sá hér að ég væri stundum að spila í veislum svo hann hafði samband og fékk mig til að koma með tríó í brúðkaupsveislu. Kristján Freyr og Davíð Þór léku með mér í gærkvöldi. Svo var bandið svo heppið að meðal gesta í veislunni var gítarleikari sem slóst í hópinn þegar á leið. Sá heitir Guðmundur og er bróðir Halldóru Þorvalds. Þið Bolvíkingar kannist nú við hana.
En að efninu. Í þessari brúðkaupsveislu var kona frá Bolungavík. Ég veit svo sem ekki margt um hennar hagi núna. Og þó. Hún er nálægt mér í aldri. Systkinum hennar þremur hef ég eiginlega kynnst meira en henni sjálfri og að einu leyti svipar útliti hennar til útlits David Bowie.
Sæll Kalli.
SvaraEyðaEf þú hefur verið að spila í brúðkaupinu hjá Bjarna Brynjólfs,
þá hefur þetta verið Ása systir.
Annað augað blátt og hitt brúnt.
Svona átti nafnið að vera.
SvaraEyðaJú, rétt svar.
SvaraEyðaTakk fyrir þátttökuna Ingólfur.