sunnudagur, apríl 27

9. marz 1858

9. marz 1858 skrifar Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, nafna sínum Sigurðssyni eitt bréf af mörgum frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Í því bréfi segir hann frá 6 manna drukknun í Bolungavík. Og ef rétt er eftir honum haft í bréfasafninu sem ég er að lesa hefur hann ritað Bolungarvík - með erri. Það þykir mér merkilegt miðað við að bréfið er ritað 1858. Ég sem hélt að menn hefðu ekki byrjað á þeim ósið fyrr en miklu síðar.

6 ummæli:

  1. Nafnlaus10:16 e.h.

    Þegar ég spurði Gumma Bjarna hversvegna Vélsmiðja Bolungavíkur væri -r-laus, sagði hann að á skírnarvottorðinu sínu stæði skrifað Bolungavík (hann var fæddur 1926) þessi vitleysa hefði ekki komið fyrr en að ónefndir menn (maður þorir ekki að nefna nein nöfn þessa dagana ;)) hefðu farið í Verzlunarskólann og nb. engir bátar voru merktir öðruvísi en Bolungavík enda er það miklu fallegra og líklega réttara og hana nú.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:00 e.h.

    Ef þú skoðar "Kortasögu Íslands"
    frá lokum 16.aldar til 1848 þá sérðu að á flestum kortum ,sem
    BolungaRvíkur er getið, er -r- í
    nafninu.Meðal annars gáfu út kort
    Guðbrandur Þorláksson biskup og
    Hjalti Þorsteinsson Vatnsfjarðar-
    klerkur sem aldrei voru í Verzlunarskólanum - hvorki lífs né
    liðnir. Beztu kveðjur frændi

    Bjarni Halld. frá Bolungarvík

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:17 e.h.

    Bjarni, þarna fórstu alveg með þetta, allt okkar fólk (eða flest) skrifa þetta r-laust og svo dúkkar þú upp með þessa vitleysu. Ég sem ætlaði að reka börnin að heiman ef þau voguðu sér að skrifa -r-.
    En ég er samt ánægð með þig og
    z-una :) plús þar.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus4:56 e.h.

    Ég skrifa Bolungavík, en mig rámar í að einhvern tíma hafi minn bekkur spurt Önnu Skarphéðins a.k.a Anna Skarpa, út í þessi mál og fengið þau svör að við mættum ráða því, sem eftir á að hyggja er mjög einkennilegt því aldrei fékk maður að ráða neinu öðru í hennar tímum. Og í nýútgefinni Sögu Bolunga(r)víkur, vilja menn ekki heldur taka afstöðu með eða á móti R-inu.
    Kv Þollllákur minn

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus10:16 e.h.

    Þollákur minn, málfræðingar eru hreint í vandræðum með þetta og einn, Halldór Halldórsson, hef ég heyrt segja að hvorutveggja sé rétt.
    Kitti Júl. kenndi mér islenzku í fornöld og þar lærði ég þetta (og held því) Bjarni bróðir er fæddur MIKLU fyrr og hefur eflaust haft annan kennara.

    SvaraEyða