Jæja, þá er maður búinn að upplifa það sem flestir, sem eitthvað hafa fengist við að skemmta fólki, hafa upplifað, a.m.k. einu sinni. Atriðið okkar Gunna virkaði ekki. Það var bæði erfitt og skelfilega leiðinlegt að misstíga sig svona. Alveg ömurleg tilfinning. Ég svaf ekki eftir þetta.
Á föstudaginn var ég hins vegar í góðu stuði. Þá fóru allir hressir heim. Ég reyni að muna eftir því þótt hitt kvöldið sæki nú meira á hugann.
Að öðru:
Ég er Víkari vikunnar á bolvíska fréttavefnum www.vikari.is
Leitt að heyra að þetta fór ekki sem skyldi- þetta er nefnilega góð hugmynd. Þyrfti kannski að fá rennsli á góðu kaffihúsi eins og Klettinum- væri hægt að gera eitthvað meira úr kvöldinu t.d. hafa söngatriði. Langar að bæta fyrir fyrripartinn á föstudagskvöldinu ;)
SvaraEyða