miðvikudagur, mars 12

Hvar er Valgerður?


Segið mér Skagamenn: Hafið þið hugmynd um það hvar í veröldinni söngkonan úr hljómsveitinni Frímanni er niður komin þessa dagana? Ég heyrði nafnið hennar nefnt í ákveðnu samhengi (sem eg segi ekkert frá hér - ekki í bili í það minnsta). Mér datt í hug hvort um væri að ræða Frímanns söngkonuna eða bara einhverja nöfnu hennar.

7 ummæli:

  1. Nafnlaus6:04 e.h.

    Sæll. Valgerður hefur búið í Danmörk í nokkur ár og m.a stjórnað þar kór. Mér skilst að þau hjón séu að leggja drög að heimkomu, jafnvel hingað á Skagann. Þetta sagði móðir hennar mér fyrir um mánuði.

    Kv Skagakona

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus6:40 e.h.

    Hún býr í Köben og er að ég held að stjórna íslendingakórnum þar. En hún er menntaður tónmenntakennari og kláraði einnig klassískan söng í F.Í.H.

    Ég veit að hún á nöfnu sem er músíkþerapisti...

    Kveðja,
    Heiðrún

    SvaraEyða
  3. OK. Takk þið bæði. Kærar kveðjur til ykkur líka. Það er langt síðan Skagakona hefur gert vart við sig hér.

    Er maður Valgerðar nokkuð einhverskonar íþróttamaður eða íþróttakennari?

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus9:21 e.h.

    Hæ Kalli

    Valgerður er á leið heim í sumar er reyndar á landinu núna í smá fríi. Maðurinn hennar er boxari og er að þjálfa box útí Köben ásamt því að vera að vinna á leikskóla.

    Hún er uppáhaldssöngkonan mín:)

    kveðja
    Christel

    SvaraEyða
  5. Voru þau ekki saman í hljómsveit, Valgerður og Doddi boxer? Mig minnir það einhvern veginn.

    kv Sjonni

    SvaraEyða
  6. Heyrðu Sigurjón, þetta gæti verið rétt hjá þér. Ég þekki hann bara ekki.

    SvaraEyða