miðvikudagur, mars 12

Af spili (og getraun)

Af spilamennsku er það helst að frétta að á morgun verð ég að spila tvisvar á Selfossi. Eitt lokað gigg, hitt á bæjarkránni. Á föstudagskvöldið er svo ball með Bleki og byttum í Mosó. Á undan er þar einhver heljarinnar söngskemmtan þar sem hljómsveitin leikur undir í nokkrum lögum hjá karlakvartett og tenóradúett.

Svo var ég að ráða bassaleikara í tríóið mitt vegna veislu sem við verðum að spila í bráðum. Þeir tveir bassaleikarar sem ég hef getað leitað til voru uppteknir í öðru spileríi þetta kvöld. Svo ég fann varamann í djobbið. Sá var heldur nú heldur betur til í að hjálpa okkur Kristjáni Frey við að halda uppi stuðinu.

Getraun:
Hver er bassaleikarinn?
Lesendur spyrja í athugasemdadálki - ég gef vísbendingar með því að svara spurningunum með já-i eða nei-i.

17 ummæli:

  1. Nafnlaus5:53 e.h.

    Ég ætla ekki að taka þátt ;) En það mætti halda að þú værir alinn upp í stöðugum fagnaði og útástáelsi allra þinna nánustu en það var ekki svo, eða hvað??

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus6:45 e.h.

    ég hefði ráðið Sigurþór Þorgilsson bassadurg
    Kveðja
    Halli

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus7:08 e.h.

    Erlingur? Tjúlli? Nú eða fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Tívólí, Andrés nokkur Helgason?

    SvaraEyða
  4. Mamma: Nei
    Halli: Nei
    Orri: Nei, nei, nei (en þessi síðasta ágiskun er stórmerkileg - væri til í að prófa það einhverntíma!)

    Voðalega eruð þið bráðir félagarnir af Skaganum. Það er bara skotið á markið og þið ekki komnir yfir miðlínu með vísbendingarnar!

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus12:20 f.h.

    Venni eða Hilmar Örn Agnarsson?

    SvaraEyða
  6. Orri: Nei og nei
    (en það var samt búið að leita til þeirra beggja - en þeir komast ekki).

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus10:52 f.h.

    Sei, sei. Er þetta kannski ég og það á bara eftir að tala við mig? :)

    Hmm, látum okkur sjá ...

    Biggi Braga?

    Annars verður mín síðasta ágiskun Gunnar Sturla Hervarsson!!!?

    SvaraEyða
  8. Orri: Nei, nei, nei.
    Næsti!

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus11:38 f.h.

    Elli Ketils bassaleikari í Kraftaverk eða Finnbogi í Kan. Til vara nefni ég bæjarstjóra. kv KJ

    SvaraEyða
  10. Kristján: Nei, nei, nei.
    En samt mjög góðir bassaleikarar.

    SvaraEyða
  11. Nafnlaus2:27 e.h.

    Er þetta Bolvíkingur?

    Kv. Elmar Ernir

    SvaraEyða
  12. Elmar Ernir: Nei

    SvaraEyða
  13. Nafnlaus7:54 e.h.

    Er þetta Hnífsdælingur :o) Gæti verði Símon Jakobsson :o)

    kv

    SvaraEyða
  14. Nafnlaus10:32 e.h.

    Er hann fjölhæfur spilari?

    SvaraEyða
  15. Ekki er þetta Símon Jakobsson.

    Halldóra: Já

    SvaraEyða
  16. Nafnlaus8:37 f.h.

    Er hann vestfirðingur? Er hann eitthvað sérstaklega frægur?

    kv
    Hannibal

    SvaraEyða
  17. Hannibal:
    Vestfirðingur? Nei.
    Sérstaklega frægur? Já.

    SvaraEyða