
Mesta íþróttanörd landsins verður í sjónvarpinu á sunnudaginn. Kristján Jónsson verður sérfræðingur í EM stofunni. Kannski hann fari yfir feril sinn sem handboltastjarna í Herði á Ísafirði og ÍR í Reykjavík. Hann var hornamaður. Ég sá hann ekki leika með þeim liðum. En ég er nokkuð viss um að hafa verið fyrsti handboltaþjálfarinn sem hann hafði. Það var í UMFB. Þá var hann gríðarlega áhugasamur og æfði upp fyrir sig, með eldri drengjum. Hann var sérstaklega útsjónarsamur og snjall að skjóta á markið. Kunni að setja snúning á boltann og alls konar þannig listir fór hann létt með.
Ég tel víst að íþróttafréttamennirnir hjá RÚV muni ekki reka Kristján Jónsson á gat þegar kemur að handbolta. Hann getur sagt þeim margt um íþróttina sem ekki er á allra vitorði.
Myndina af KJ tók ég í algjöru leyfisleysi af vef annars íþróttafréttamanns, Elvars af Skaganum.
Ekki vissi ég að þú hefðir þjálfað handbolta Kalli minn. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
SvaraEyðaHann Kristleifur minn var líka handboltaþjálfari. Hann þjálfaði allar bestu vinkonur mínar í handbolta. Þær reyndu mikið að fá mig með á æfingar en ég þorði ekki fyrir mitt litla líf vegna þess að þjálfararnir voru svo miklir töffarar.
Það voru Kristleifur Brandsson og Hafsteinn Gunnarsson;o)
Þessi snúningur á boltanum hjá Stálinu fylgir mér enn því ég náði afar sjaldan að verja þá bolta. Stóð í markinu eins og einhver vitleysingur.....
SvaraEyðaso
SvaraEyða