mánudagur, desember 31

Gamla árið kvatt í kvöld

Hákon er orðinn mjög spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Hann ætlar að sprengja kínverja og skotblys. Það er mánuður síðan hann tilkynnti mér að nú væri hann orðinn nógu gamall til að mega það. Við sjáum til með það. Hann er óheppinn með það hversu faðir hans er áhugalaus um sprengingar. Við reynum að bæta honum það upp með því að bjóða til okkar sprengjumanni í kvöld.

Ég var að leggja ís í frystinn sem ég var að enda við að gera. Andabringurnar bíða þess að ég skeri í þær og kryddi, en humarinn verður eitthvað lengur í frystinum. Það verður veisla.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus12:24 e.h.

    Hvaðan skyldir þú hafa þetta áhugaleysi um flugelda??

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:48 e.h.

    Ég held að á næsta ári þurfi Hákon að fá að vera með Örvari á gamlárskvöld, honum finnst nefnilega mjög gaman að skjóta upp en mér finnst hins vegar skemmtilegra að horfa á þá :)
    Hafið það gott og gleðilegt nýtt ár.

    SvaraEyða