föstudagur, nóvember 30

Spilverk

Í dag er síðasti dagur nóvembermánaðar og það er föstudagur. Í þessum mánuði hef ég verið að skemmta með söng og hljóðfæraleik öll laugardagskvöld og öll föstudagskvöld líka, utan eitt.

Ég verð að spila í Þorlákshöfn í kvöld. Það er svo bara frí annað kvöld en á sunnudaginn er smágigg í Hveragerði um miðjan dag.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus11:34 e.h.

    sælinú! Oddur Bjarni heiti ég og er túpílaki. langaði bara (vegna þess að ég sá á eldgömlu bloggi frá þér að þú hefðir haft gaman af túpílökum) að láta þig vita af því að ef þú gúglar okkur túpílaka á mæspeis geturðu kíkt á síðuna okkar og fengið að heyra 6 ný lög af plötunni sem er að fjölga sér í austurríki og verður komin til okkar fyrir jól
    einnig kemstu að því þar hvurjir túpílakar eru:)

    kveðja góð

    SvaraEyða