Það eru nokkur ár síðan Abbababb spilaði síðast, alla vega svo ég viti til. Auðvitað getur verið að Abbababb hafi komið saman með þeim sem búa á Akranesi einhverntíma. En núna á að spila á tónleikum í tilefni af 30 ára afmæli Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þar verða sennilega gamlar og nýjar skólahljómsveitir og við vorum ekkert annað en skólahljómsveit. Við spiluðum á 20 ára afmæli skólans. Ég man það, en ég man samt ekkert eftir þeim tónleikum.
Nú fer ég að setja Abbababb í eyrun og æfa mig. Semja parta fyrir mandólín.
Ég hef nú afrekað það að sjá Abbababb spila í Fjölbraut á Akranesi, það voru mjög skemmtilegir tónleikar.
SvaraEyðaErtu til í að koma með mér á tónleikana með Ödda í Hafnarfirði?