laugardagur, nóvember 17

Hver er Víkarinn?

Klukkan er korter gengin í fjögur að morgni og ég er að blogga. Þetta er náttúrulega ekki í lagi.
En ég var að spila með Bleki og byttum í Reykjavík og var að koma heim. Eftir spilerí í allt kvöld og akstur fram og til baka er maður svolítið lúinn og eiginlega of þreyttur til að sofna. Lögin af ballinu hljóma enn í kollinum á mér.

En auðvitað hitti ég Víkara á samkomunni sem ég var að skemmta á í kvöld. Ég hitti þrjá VÍKARA. Ég ætla að geyma mér einn þeirra og spyrja ykkur um hann síðar. En hina tvo spyr ég um nú. Það eru hjón. Karlinn hef ég kannast við frá því ég var barn. Ég kynntist honum bæði á Brjótnum og eins í tengslum við starf ákveðinnar deildar í UMFB. Seinna, þegar ég var að næstum orðinn fullorðinn kynntist ég honum svo enn betur í gegnum góðan sameiginlegan vin okkar. Þá kynntist ég líka konunni hans góðu. En hana hafði ég ekki þekkt áður.

Hver eru þessi hjón?

8 ummæli:

  1. Nafnlaus11:46 f.h.

    Voru þetta nokkuð Kristján Jón og Drífa

    SvaraEyða
  2. Nei, skemmtilegt að þú skulir taka þátt.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus2:11 e.h.

    Útfrá svari þínu við commentið hans Ingólfs þá giska ég á foreldra hans, Leifa og Láru.

    b.kv.

    Magnús Már

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus2:33 e.h.

    ég vona að þau hafi ekki verið þarna. Börnin mín gistu hjá þeim í nótt :-)

    SvaraEyða
  5. Nei, Leifi og Lára voru ekki þarna, en hefðu getað verið það. Það frétti ég hjá þessum hjónum sem ég hitti þarna.

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus3:36 e.h.

    Var þetta kannski Pétur Runólfsson og frú.

    SvaraEyða
  7. Rétta svarið er komið. Pétur Run og Dísa.
    Ingólfur fær kókómjólk og kringlu í verðlaun.

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus4:14 e.h.

    Þetta er auðvitað svindl, Dísa og Pétur voru í ferð með Láru og Leifa fyrir nokkrum vikum þannig að þetta var ekkert mál fyrir Ingólf!!

    SvaraEyða