Unnendur fallegrar tónlistar og lifandi flutnings fá örugglega góða tónleika næsta laugardag. Þá mun Skálholtskórinn halda útgáfutónleika nýju plötunnar. Jafnframt verður flutt kantata eftir Jón Ásgeirsson, ásamt Barna- og Kammerkór Biskupstungna og Hrólfi Sæmundssyni, baritón.
Góðir kórar, góður hljómur og falleg kirkja. Yndislegur eftirmiðdagur í Skálholti.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00.
Við Hákon Karlsson verðum þarna báðir að syngja.
Ég kemst því miður ekki, ætla að fara á Gosa með Andreu og skella mér svo á jólahlaðborð og tjútta um kvöldið. Skil ekkert í ykkur að halda þetta einmitt þennan dag, er ekkert að gera allar hinar helgarnar ;) Gangi ykkur feðgum vel.
SvaraEyðaKomdu bara 8. desember. Þá verða Aðventutónleikar. Heilmikið jólaprógram með einsöngvurum og strengjakvintett. Það verður flott.
SvaraEyðaLíst vel á það. Ég mæti hvort eð er þessa helgi til að kíkja á afmælisbarnið.
SvaraEyða