sunnudagur, október 7

Söngur, söngur, söngur


Ég held barasta að ég hafi slegið persónulegt met í dag. Sko, í brúðkaupsveislu sem ég spilaði í með tríói í Svíþjóð í fyrrasumar söng ég og spilaði á gítar í 7 klukkatíma (reyndar með 2 stuttum pásum). Þetta var toppað í dag. Klukkan 11 byrjaði kóræfing. Hún stóð til klukkan hálf fjögur. Klukkan16:50 var ég byrjaður að spila og syngja dinnermúsík og svo svolítið fjörugra stöff þegar líða tók á veislu á hóteli í sveitinni. Þetta stóð til klukkan 21:00. Klukkan 22:00 byrjaði ball með tríói á öðrum stað í annarri sveit þar sem ég söng og lék á gítar. Það stóð til hálf tvö. Ég var sem sagt syngjandi meira og minna allt frá klukkan ellefu um morgun til klukkan hálf tvö um nótt.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus8:19 e.h.

    Kalli okkar.
    Fyrr má nú rota en daudrota, áttu ekki fjolsk.?
    En annars kvedja ur solinni fra gamla settinu

    P.s. passadu roddina segir pabbi.

    SvaraEyða