mánudagur, október 15

Popppunktur Kalla - 2. visbending

Tónlistarmaðurinn sem spurt er um notar listamannnsnafn eða svona einhverskonar alterego þegar hann kemur fram. Þegar því nafni er gúgglað koma aðallega upp einhverjir útlendir nafnar hans. Sumir þeirra eru reyndar tónlistarmenn. Tónlistarmaðurinn er landsbyggðarmaður eins og ég, en hann er fluttur á höfðuborgarsvæðið. Ég held að hann hafi bæði gefið út sólóplötu og plötu með öðrum. Alla vega lék Sniglabandið í útvarpsþætti einu sinni í sumar lag af plötu sem hann hafði gert ásamt öðrum tónlistarmanni í þeim lið þáttarins sem þeir kölluðu (ef ég man rétt): Hvað voru þeir að hugsa og hvar eru þeir nú?

Hver er maðurinn?

4 ummæli:

  1. Nafnlaus9:02 e.h.

    Held ég hafi það.
    Hilmar Örn Hilmarsson alias HÖH

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:13 e.h.

    Þetta er ekki Hilmar vinur minn. Giska á Jón Víkingsson (Johnny King). Hefði skotið á hann í fyrstu vísbendingu ef þú hefðir ekki talað þar um vönduð vinnubrögð.

    SvaraEyða
  3. Jebb, Orri hefur það. Þessi vönduðu vinnubrögð voru bara lýsing hans sjálfs á því hvernig hann vinni þessi skemmtaraprógrammeruðu danslög. Hann sagðist gera þetta alveg einstaklega vel!

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus11:01 f.h.

    Aight!
    Auðvitað mr. King.
    Djúpt á því hjá mér.
    Frábært framtak Kalli.
    Meira svona. Skárra en þessar víkaragátur.

    SvaraEyða