laugardagur, október 20

Ljótsstaðir

Ég hef verið að lesa Skáldalíf, bók um rithöfundana Þórberg Þórðarson og Gunnar Gunnarsson. Og nú veit ég að ættaróðal fjölskyldu Örvars mágs míns austur í Vopnafirði, Ljótsstaðir, er æskuheimili Gunnars Gunnarssonar.

Og svo lítil játnig: Ég man ekki eftir að hafa lesið neitt eftir Gunnar Gunnarsson. Finnst samt eins og einhverntíma hafi ég lesið í Svartfugli, en ég man samt ekkert eftir henni. Ég veit um hvað hún er en það vita nú flestir hvort sem þeir hafa lesið hana eða ekki.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus11:15 f.h.

    Bjarni bróðir átti ritsafn Gunnars þegar ég var stelpa og ég spændi það í mig og hafði gaman af, pabbi þinn las „Svartfugl“ núna í fríinu, honum fannst málið heldur upphafið. Ég hef líka heyrt að þýðingar Gunnars sjálfs séu stirðar enda var hann búinn að vera það lengi erlendis þegar hann tók til við að þýða verk sín og orðinn fullorðinn maður.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:17 f.h.

    P.s. Langafi Örvars Sigurður Gunnarsson og Gunnar voru bræður.

    SvaraEyða