sunnudagur, október 21

Hver er Víkarinn? (2. vísbending)

Ég gæti hafa spurt um þennan Víkara áður eða hálfsysturina. Ég man það ekki. Þessi stelpa hefur aldrei búið í Víkinni eftir að hún fullorðnaðist. Mig minnir að ég hafi séð í blöðunum fyrir einhverjum árum að hún ynni hjá Slysavarnafélaginu. Gott ef hún var ekki ritstjóri blaðsins þeirra eða framkvæmdastjóri félagsins eða eitthvað slíkt. Hún býr ekki á höfuðborgarsvæðinu. Hún er yngri en ég en eldri en Halldóra systir.

Hver er Víkarinn?

2 ummæli: