laugardagur, september 15

Réttadagurinn


Það er réttað í Tungunum í dag. Þetta er stóri dagurinn. Við þennan dag er tímatal almennings miðað. Vetrarstarf félaganna fer af stað eftir réttirnar. Nýtt tímabil hefst í dag. Fyrsta kóræfing þessa starfsárs verður á miðvikudaginn.

Skálholtskórinn stendur fyrir réttardansleik í Aratungu í kvöld. Síðstu tvö ár hef ég verið að spila með Bleki & byttum á þessu balli, en í kvöld verður önnur hljómsveit sem stýrir gleðinni. Það er hljómsveit sem heitir Leynibandið. Þeri æfa sig heima hjá einum meðlimanna sem býr á bænum Leyni í Laugardal. En þótt Blek og byttur spili ekki í kvöld ætla ég samt að taka aðeins í. Spila með sveitinni á mandólín einhvern hluta dagskrárinnar. Mér finnst svo gaman að spila svona dansmúsík á mandólín. Farinn að hlakka til.

Á ekki að skella sér á réttarball?

Ég byrja kvöldið með því að skemmta á árshátíð á Selfossi, svo bruna ég uppeftir á ballið. Gréta ætlar aftur á móti að vera heima og taka á móti gestum sem hún hefur boðið heim fyrir ballið, svo á hún vafalaust eftir að láta til sín taka á dansgólfinu í alla nótt. Krakkarnir verða hjá Gilla og Þóru á Selfossi.

Nú erum við að fara í réttirnar. Upplifa stemninguna og vera með börnunum innan um hesta, hunda og kindur.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus12:05 e.h.

    Góða skemmtun í kvöld;o)

    Heiðrún

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus1:27 e.h.

    Hæ Kalli

    Sveitalífid hljomar ansi adladandi thegar madur les bloggid thitt. :) Eg veit ekki hvad thad er langt sidan eg for i rettir.

    Og, eg skodadi siduna hennar Gretu og finnst myndirnar hennar mjøg flottar :)

    med kvedju fra Erlu i barneignarleyfi i borginni.

    SvaraEyða