Síðasta verk Hrings Karlssonar í vistinni hjá afa hans og ömmu í Bolungavík var að kveðja snuðið fyrir fullt og allt. Hér sést hann kasta því í höfnina.
Hringur er eina barn okkar sem hefur viljað snuð. Oft hefðum við nú kosið að hin eldri hefðu þegið þennan friðargjafa. En það var svo sem gott, úr því að eitt barnið vildi þetta en hin ekki, að það skyldi vera Hringur. Hann hefur mesta skapið af þeim og það er ekki víst að foreldrar hans hefðu haft þolinmæði til að eiga alltaf við hann með huggunum og fortölum sem hefði náttúrulega þurft hefði snuðsins ekki notið við. Nú segist hann vera orðinn stór. Hann er farinn að nota klósettið og hættur með snuðið. Það er auðvitað áfangi!
Frétti að Sigrún Ásta hefði haft áhrif á ákvörðun hans um að hætta með snuð :) Gott að gefa fiskunum í Bolungarvík snuðið sitt.
SvaraEyðaKv.Anna Svandís
Jakob Freyr segist vera frumkvöðull þess að henda snuddunum í sjóinn vestra, næst verður það Valdimar :)
SvaraEyðaKannski fara að veiðast mansar með snuð í höfninni :)
SvaraEyðaASG