laugardagur, júlí 14

Sumargetraun tónlistarunnendanna

Þetta er vísbendingaspurning. 1. vísbending:

Spurt er um íslenskt dægurlag frá níunda áratug síðustu aldar.
Lagið kom fyrst út á plötu með dúett. Platan er eina plata dúettsins. Í heiti plötunnar eru tvö atviksorð og samtenging.
Lagið varð vinsælt. Vinsælasta lag plötunnar. Viðlagið er grípandi og textinn sniðugur. Viðlagið heyrist tvisvar í þessari frumútgáfu lagsins. Tóntegundin er A dúr.
Skráður höfundur lagsins er gítarleikari, en í þessu lagið leikur hann á bassann, Björn Thoroddsen á gítar, Ásgeir Óskarsson á trommur. Dúettinn syngur viðlagið saman í nokkrum röddum.
Bæði gítarleikurinn og bassaleikurinn í laginu er afskaplega skemmtilega útfærður.
Ég hef heyrt höfundinn segja frá því í viðtali að lag þetta hafi orðið til á Ísafirði, nánar tiltekið á Hótel Mánakaffi.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus2:37 e.h.

    Þetta eru Valli og Bjóla, aka Jolli og Kóla. Platan heitir Upp og niður. Lagið er Bíldudals grænar baunir.

    Kær kveðja í sveitina,

    Orri.

    SvaraEyða