Öll fjölskyldan kom með mér vestur um síðustu helgi. Krakkarnir eru hændir að afa sínum og ömmu. Hákon hélt reyndar til á Brjótnum við veiðar, eins og oftast áður þegar hann hefur komist vestur. Litlu börnin vilja bara vera með afa sínum. Hér er hann með þau við hátíðarhöldin í tilefni sjómannadagsins.
Það er gott að vera hjá ömmu og afa. Andrea vildi ekki fara aftur heim þegar við vorum í Bolungavík um daginn, hún ætlaði bara að vera lengur.
SvaraEyða