sunnudagur, apríl 29

Reglan

Reglan um hvenær maðr er í vík og hvenær maður er á vík er ekki beinlínis málfræðiregla heldur þarf að þekkja sig svolítið í landafræði Íslands til að beita henni. Fyrir fáeinum árum var þetta sýnt á korti í einhverju dagblaðanna. Þannig er að frá Vík í Mýrdal og vestur eftir suðurstöndinni og svo norður vesturströndina er talað um að vera í vík. Þannig er sagt í Vík, í Grindavík, í Keflavík, í Njarðvík, í Reykjavík, í Ólafsvík og í Bolungavík. En þegar komið er til Hólmavíkur breytist þetta og þá er talað um að vera á Hólmavík, á Grenivík, á Dalvík, á Húsavík og á Breiðdalsvík.
Sem sagt: Suður- og Vesturland = í og Norður- og Austurland = á.

Góðar stundir.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus7:37 e.h.

    Eiríkur frændi talaði um að þetta breyttist við Horn, svo man ég ekki meir

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:37 e.h.

    Ég held að Jón Ársæll ætti að kynna sér þessa reglu. Þegar hann var að kynna Ödda í þættinum um Sjálfstætt fólk, talaði hann um á Súðavík, en ekki í Súðavík.

    SvaraEyða