Reglan um hvenær maðr er í vík og hvenær maður er á vík er ekki beinlínis málfræðiregla heldur þarf að þekkja sig svolítið í landafræði Íslands til að beita henni. Fyrir fáeinum árum var þetta sýnt á korti í einhverju dagblaðanna. Þannig er að frá Vík í Mýrdal og vestur eftir suðurstöndinni og svo norður vesturströndina er talað um að vera í vík. Þannig er sagt í Vík, í Grindavík, í Keflavík, í Njarðvík, í Reykjavík, í Ólafsvík og í Bolungavík. En þegar komið er til Hólmavíkur breytist þetta og þá er talað um að vera á Hólmavík, á Grenivík, á Dalvík, á Húsavík og á Breiðdalsvík.
Sem sagt: Suður- og Vesturland = í og Norður- og Austurland = á.
Góðar stundir.
Eiríkur frændi talaði um að þetta breyttist við Horn, svo man ég ekki meir
SvaraEyðaÉg held að Jón Ársæll ætti að kynna sér þessa reglu. Þegar hann var að kynna Ödda í þættinum um Sjálfstætt fólk, talaði hann um á Súðavík, en ekki í Súðavík.
SvaraEyða